Hraðatakmarkanir á Húsavík

Hraðatakmarkanir á Húsavík

Hægt er að kjósa með tillögunni með því að ýta á örina sem vísar upp eða á móti með því að ýta á örina sem vísar niður. Einnig er hægt að koma með rök með eða á móti tillögu. Tillagan er sú að allar götur Húsavíkur séu með 30km hámarkshraða, fyrir utan Mararbraut, Þverholt, Suðurfjöruvegur, Höfðavegur (norður frá Laugarbrekku) sem eru með 50km hámarkshraða. Þjóðvegur 85 að Norðenska (70km), þaðan að Þverholti (50km) og svo frá Baldursbrekku að Traðargerði 50km og 70km eftir það að þéttbýlismörk

Points

Sammála Unni Guðjónsdóttur. 30 of litið

Ég vil breyta 30 kmklst í 40 kmklst annað er gott.

Èg er fylgjandi 30km hámarkshraða með þessum undantekningum sem eru kynntar samhliða nema ég hefði viljað að 50 km hámarkshraði á Marabraut byrjaði fyrr þegar ekið er norður í gegnum Húsavík og þá er ég með augastað á gatnamótin norðan við vélsmiðjuna Grím því þar norðar er byrjuð íbúabyggð með bílastæði sem ekið er úr beint út á götuna.

Ég er ánægður með þessar breytingar. Segi eins og Eysteinn, höfum 30 á Mararbraut til norðurs frá Uppsalavegi. Þar liggur gangstétt alveg uppvið akbrautina sem er mikið notuð og íbúðahús þétt uppvið götuna. Þá væri ég líka til í að hafa 30 í Þverholtinu á þeim stað eins og er í dag, það er rétt vestan við gatnamót Baughóls. Þá þykir mér óþarfi að byrja 70 við sláturhúsið, höfum 70 á þeim stað sem það er í dag. Einnig þykir mér óþarfi að hafa 50 upp Höfðaveginn, einfaldara að hafa bara 30.

Út frá hagsmunum umferðaröryggis, einfaldleika og skilvirkni er rétt að hafa hámarkshraða 30 km. í þessum litla bæ frá Pcc Bakka að Kaldbak.

Samkvæmt landslögum er hámarkshraði í þéttbýli 50km/klst Að færa nánast allar götur í 30km er rugl og það mun nánast enginn fara eftir því. Styðjast frekar við landslög.

Tek undir með Guðm. Sal. Það er erfitt að fyljga eftir 30 km. hámarkshraða.

Huga má að þessum breytingum þegar farið er eftir núverandi hraðatakmörkunum, einstaka íbúar fara eftir þessu en aðrir ekki og mest áberandi er að sjá atvinnutæki og bíla vera þá sístu til að fara eftir þeim.. þegar sýnt þykir að farið verði eftir núverandi hraðatakmörkunum má athuga þetta, Að setja einhverjar hraðatakmarkanir bara til að setja hraðatakmarkanir sem enginn fer eftir hefur nkl engann tilgang.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information