Betri Eskifjörður

Betri Eskifjörður

Um Betri Eskifjörður Betri Eskifjörður er samráðsvettvangur á netinu þar sem íbúum bæjarins gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir sínar um málefni er varða Eskifjörð og er stjórnað af áhugafólki um bættan Eskifjörð, sem t.d. sér um Frétta- og Upplýsingablaðið Eskfirðing ásamt samnefndri heimasíðu www.Eskfirdingur.is . Vettvangurinn er opinn öllum til skoðunar og til þátttöku gegn skráningu og samþykki notendaskilmála. Skráðir notendur taka þátt á þessum samráðsvettvangi með því að setja fram hugmyndir, skoða hugmyndir annarra, rökstyðja mál, segja skoðun sína eða gefa hugmyndum og rökum vægi með því að styðja þær eða vera á móti þeim. Um leið og notandi setur fram hugmynd á Betri Eskifjörður, er litið á hana sem sameign íbúa, enda getur upphafleg hugmynd tekið breytingum í því samráðsferli sem þessi vettvangur býður upp á. Við notkun á Betri Eskifjörður er mikilvægt að hafa í huga að Eskifjörður er hluti af Fjarðabyggð, sem er stjórnvald sem starfar eftir lögum og reglum og hefur ákveðið verksvið. Í ljósi þess er ekki er sjálfgefið að unnt verði að taka allar hugmyndir til formlegar meðferðar. Aðstandendur Betri Eskifjörður síðunna taka hugmyndir af Betri Eskifjörður til formlegrar meðferðar á þann hátt að mánaðarlega er farið yfir þær hugmyndir sem eru á síðunni og ef þess þarf og áhugi er fyrir þeim, farið í að vinna þær áfram í samvinnu með Fjarðabyggð. Málaflokkarnir eru ferðamál, framkvæmdir, frístundir og útivist, íþróttir, mannréttindi, menning og listir, menntamál, samgöngur, skipulagsmál, stjórnsýsla, umhverfismál, velferðarmál, ýmislegt. Efsta hugmyndin í hverjum málaflokki, er þá færð á sérstakt svæði á Betri Eskifjörður. Þar með er ekki lengur hægt að gefa þeim vægi sitt. Þessar hugmyndir, með rökum og umræðu um þær, eru teknar til umfjöllunar eins fljótt og auðið er. Stefnt skal að því að umfjöllun fari fram innan mánaðar. Hægt er að senda hugmyndir til Fjarðabyggðar til umfjöllunar, ef það telur tilefni til. Aðrar hugmyndir, sem ekki eru teknar til umfjöllunar hjá Fjarðabyggð, eru hins vegar áfram opnar til umræðu hjá notendum Betri Eskifjörður. Hugmyndir sem fá minna vægi er ætlað að vera ráðgefandi fyrir kjörna fulltrúa og stjórnendur Fjarðabyggðar. Hugmynd sem fer til meðferðar í stjórnsýslu Fjarðabyggðar er lögð fram í nafni Betri Eskifjarðar sem lýðsprottin hugmynd. Hafa ber í huga að endanleg ákvörðun um framgang og afgreiðslu einstakra hugmynda af Betri Reykjavík er í höndum stjórnkerfis borgarinnar. Gert er ráð fyrir að vefurinn Betri Eskifjörður verði þróaður í þá átt að hann geti orðið vettvangur rafrænna kannana eða samráðs af ýmsu tagi, s.s. stefnumótun eða forgangsröðun fjármagns. Raunhæfur möguleiki er einnig á rafrænum kosningum um einstök mál, t.d. með rafrænum skilríkjum. Njóttu vel.

Groups

Betri Eskifjörður

Back to domain

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information